27.02.1928
Neðri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1568 í B-deild Alþingistíðinda. (631)

25. mál, kynbætur nautgripa

Halldór Stefánsson:

Hæstv. atvmrh. (TrÞ) beindi þeim tilmælum til mín, að jeg tæki dagskrá mína aftur til 3. umr. Jeg er fús til að gera það, því að mjer er ekkert kappsmál, að hún komi til atkvæða nú frekar en seinna. Jeg hefi ekkert á móti, að málið fái sem besta athugun og leitað sje frekari upplýsinga, áður en gengið er til fullnaðar atkvæðagreiðslu um dagskrána. Af því leiðir, að jeg sje ekki ástæðu til þess að tala um andmæli þau, er komu frá hæstv. atvmrh. og hv. frsm. landbn. (LH). Bæði voru þau lítil, og svo mun veitast nægur tími til þess við 3. umr., ef þá þykir ástæða til.