13.03.1928
Neðri deild: 46. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1607 í B-deild Alþingistíðinda. (671)

16. mál, búfjártryggingar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg þakka háttv. landbn. greiða og góða afgreiðslu þessa máls. Einkum er mjer ánægja, að nefndin er öll sammála um að leggja til, að frv. verði samþykt óbreytt. Vona jeg, að það geti nú hindrunarlaust orðið að lögum. Í þessu sambandi vil jeg og taka fram, að hvorki mjer nje öðrum hefir komið til hugar, að þessi löggjöf eigi að standa nema. stuttan tíma óbreytt. Það merka við þetta mál er, að það er fyrsta sporið, sem hjer er stigið í þessa átt til þess að láta reynsluna kenna sjer. Það gleður mig, ef Alþingi vill fallast á þetta frv. nú, því að þeim mun fyr sem fyrsta sporið er stigið, þeim mun fyr verður komist áleiðis.