28.02.1928
Neðri deild: 34. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1665 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

8. mál, ríkisrekstur á útvarpi

Magnús Torfason:

Jeg þarf ekki miklu að svara hv. þm. Mýr. (BÁ). Jeg býst við, að hann hafi ekki heyrt nokkurn hluta ræðu minnar. Jeg benti einmitt á, að þetta gæti orðið menningartæki og vildi, ef ríkið ræki það, að svo yrði um búið, að tækin yrðu góð og það, sem út yrði varpað, frambærilegt. Mjer finst í þessu máli sem öðrum, að betra sje að bíða og gera það, sem gert er, svo vel, að það verði ekki til leiðinda. Bendi á það aftur, að útvarpið fer eftir innvarpinu.