16.05.1929
Neðri deild: 70. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2284 í B-deild Alþingistíðinda. (1018)

101. mál, póstmál og símamál

Ásgeir Ásgeirsson:

Jeg vildi taka undir með hv. frsm. meiri hluta um það, að það sje rjett að framkvæma þær heimildir, sem í l. felast, á þann hátt, sem greinir í till. hv. 1. þm. Skagf. Og jeg get fallist á þá till., ef bætt verður aftan við hana þessum orðum: „og þegar af því leiða veruleg þægindi fyrir hjeraðsbúa“.

Það eru aðallega tvær ástæður, sem eiga að vera því valdandi, að stöður sjeu sameinaðar, jafnvel þó að önnur sje ekki laus. önnur er sparnaður ríkissjóðs, hin er þægindi viðskiftamanna. Mjer er t. d. kunnugt dæmi þess, að í sveit er sími og póstafgreiðsla sitt á hvorum stað, en gætu verið í einum stað. Þar væri mikil nauðsyn á sameining áður en annar starfsmaðurinn lætur af starfi. Það veldur miklum þægindum fyrir almenning, að þurfa ekki, þegar langt er á milli stöðva, að fara nema í einn stað, geta komið símaávísunum að, og fleira slíkt mætti telja. Hinsvegar tel jeg ekki veruleg óþægindi fyrir viðskiftamenn, þó að þeir þurfi að koma í tvö hús í sama þorpi. Ef þessi viðaukatill. mín yrði samþ. við till. hv. 1. þm. Skagf., þá mun jeg greiða atkv. með till. í því trausti, að það gangi eftir, sem hv. þm. sagði, að engin töf verði á málinu í hv. Ed. Það eru enn eftir tveir dagar af þingstörfum, og annað eins kraftaverk hefir verið gert eins og að koma fram frv. með ekki mikilvægari breyt. en það, að allir aðilar telja hana enga efnisbreyt.