02.04.1929
Efri deild: 34. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2527 í B-deild Alþingistíðinda. (1193)

23. mál, gjaldþrotaskifti

Frsm. minni hl. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg get verið fáorður, því að hæstv. dómsmrh. fór ekkert út í einstök atriði málsins. Hæstv. ráðh. sagði, að jeg mundi vera á móti stefnu frv.; en þetta er ekki rjett, enda þótt mjer finnist frv. ganga fulllangt í vissum atriðum og jeg óttist, að það geti komið viðskiftalífinu í hættu. En eins og jeg hefi getið um í nál. mínu á þskj. 221, virðist mjer frágangur frv. nokkuð hroðvirknislegur, en þær aths. mínar snerta ekki stefnu frv.

Eins og jeg hefi áður tekið fram, veit jeg ekki, hverjir samið hafa frv. þetta, en ræð það af frágangi þess, að þeir menn hafi tæplega verið starfi sínu vaxnir, og á jeg bágt með að trúa því, að þeir sjeu úr hópi bestu lögfræðinga þessa lands. Held jeg fast við till. mína, að málinu verði vísað til stj., sem síðan lætur athuga það og leggur það fyrir næsta þing.