29.04.1929
Neðri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2620 í B-deild Alþingistíðinda. (1370)

107. mál, lendingarbætur í Þorlákshöfn

Frsm. (Magnús Torfason):

Jeg mælti nokkur orð með þessu frv. við 1. umr. og vísaði þá til þeirrar rækilegu grg., sem fylgir frv. og jeg býst við, að hv. þdm. hafi kynt sjer.

Í n. voru gerðar breyt. á frv., sem stöfuðu af því, að síðan frv. var undirbúið, hafa verið samþ. lagabreyt. þess efnis, að tæplega er von á, að lán fáist úr viðlagasjóði til þessa fyrirtækis. Því hefir lánsheimildinni verið breytt í heimild fyrir ríkissjóð að ábyrgjast alt að 80 þús. kr. til verksins. Brtt. sú, þar sem vísað er til 12. gr., er aðeins til skýringar. Jeg vænti þess, að hv. deild líti svo á, að eigi sje lítil þörf á hafnarbótum á suðurströnd landsins og að rjett sje að bæta úr þeirri þörf. Þykist jeg því vita, að hv. deild taki vel í málið.