22.04.1929
Neðri deild: 51. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2661 í B-deild Alþingistíðinda. (1439)

75. mál, kirkjugarðastæði í Reykjavík o.fl.

Frsm. (Hjeðinn Valdimarsson):

Eins og nál. ber með sjer, voru allir nm., er á fundi voru er málið var tekið fyrir, sammála um að leggja til, að það væri samþ. eins og það kom frá hv. Ed. Er hin mesta nauðsyn að fá land undir nýjan kirkjugarð hjer, því þessi, sem fyrir er, er að verða of lítill og algerlega ómögulegt að stækka hann, en þess væri þörf á næsta ári eða svo, ef ekki yrði hætt við jarðarfarir með öllu og bálfarir upp teknar í þeirra stað. Einnig er gott, að þetta frv. verði samþ., ef bærinn skyldi vilja breyta fyrirkomulagi þessara mála.