06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2711 í B-deild Alþingistíðinda. (1524)

19. mál, landsreikningar 1927

Halldór Stefánsson:

Jeg vil aðeins endurtaka það, sem jeg hefi áður sagt, að endurskoðendur hafa áður gert aths. í sömu átt og nú, og þingið hefir ekki sjeð ástæðu til að taka þær til greina. Og úr því að það er viðurkent, að landhelgissjóður þurfi að hafa kostnað vegna risnu, þá sje jeg ekki, að það geri neinn eðlismun á málinu, hvort um er að ræða hesta eða bifreiðar.