23.02.1929
Neðri deild: 6. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2824 í B-deild Alþingistíðinda. (1668)

24. mál, héraðsskólar

Magnús Jónsson:

Jeg vil leyfa mjer að spyrja hæstv. dómsmrh., hvernig skólamálið hafi eiginlega verið leyst. Jeg sje ekki, að hann hafi gert annað en að láta báða aðila hafa það, sem þeir báðu um. Það er lítill vandi að leysa mál með þeim hætti, og er í rauninni engin lausn. Jeg sje heldur ekki, að hæstv. ráðh. þurfi að vera eins uppbólginn og hann er út af fyrirspurn minni um sr. Kjartan. Hann hefir sýnt hinn mesta yfirdrepskap í því máli, en lætur fyrirspurn minni ósvarað.