04.03.1929
Neðri deild: 13. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 341 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

25. mál, tannlækningar

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg tel ekki þörf á langri framsögu í þessu máli. Frv. þetta er vel undirbúið. Það er samið af tannlæknafjelaginu og endurskoðað af læknafjelagi Íslands. Frv. er ætlað að tryggja það, að aðeins menn, sem fengið hafa sjerþekkingu á tannlækningum, geti einir lagt sig eftir þessari fræðigrein, en fúskarar verði útilokaðir. Er það gott og nauðsynlegt. Er rjett, að slík fyrirmæli gildi um tannlækna sem aðra lækna. N. hefir öll orðið sammála um að afgr. frv. með litlum breyt., sem aðallega skifta formshlið frv. eða eru til málbóta. T. d. í 2. gr. frv. hefir orðið „stjórnarráðið“ verið sett fyrir „dómsmálaráðuneytið“, sjáanlega af óaðgæslu. Þá er og síðasta gr. frv. óþörf, því ekki þarf að setja í frv., að það nemi burt eldri lög, þar sem engin lagafyrirmæli voru áður um þetta efni. Og þótt svo væri, þá er reglan sú, að ný lög nema úr gildi eldri lög, án þess það sje beint fram tekið.