17.05.1929
Neðri deild: 71. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3121 í B-deild Alþingistíðinda. (1998)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Frsm. meiri hl. (Sveinn Ólafsson):

Frv. á þskj. 659 er komið hingað aftur eftir eina umr. í Ed., en sjútvn. hefir ekki haft tækifæri til að halda fund um málið síðan. Hinsvegar er komin fram brtt. við 9. gr. frá nokkrum hluta n., vegna breyt., sem frv. sætti í Ed. Jeg skal kannast við, að það er lítil búningsbót, sem frv. hefir fengið í Ed., enda þótt jeg væri ekki allskostar ánægður með frv., er það fór hjeðan. En jeg vil þó ekki tefja fyrir frv. með því að greiða atkv. með þessum brtt., því að þá yrði málið að fara í Sþ., og er þá vafasamt, að málið gengi fram á þessu þingi. Jeg legg því á móti brtt. Málið má ekki daga uppi nú, enda þótt einhver smíðalýti kunni að vera á því. En mögulegt ætti að vera á næsta þingi eða hvenær sem er að lagfæra þessa ágalla, sem á frv. eru og reynslan kann síðar að leiða í ljós.