18.05.1929
Neðri deild: 73. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3499 í B-deild Alþingistíðinda. (2236)

Starfslok deilda

forseti (BSv):

Vjer munum nú heyja þennan fund efstan að sinni. — Skal jeg enga grein gera fyrir störfum þingsins að þessu sinni, með því að það er venja, að forseti sameinaðs þings skýri frá störfum þess, þá er hann heldur ræðu að þingslitum.

Jeg býst við, að það verði nú svo sem oft áður, að mjög orki tvímælis um störf þessa þings. Er því ekki að neita, að mjer hafa komið í hug hin alkunnu orðtök Þorvarðs Þórarinssonar, hins mikla höfðingja á ofanverðri 13. öld, er hann kvað svo að orði í brjefi til Magnúsar konungs lagabætis: „Þingi voru í sumar rjeðu þeir Hrafn ok biskup, höfðu skamt ok meðallagi skilvist, at því er sumum þótti“. — Nú munu fáir menn segja, að þetta þing hafi verið skamt um skör fram, en á því mundu meiri tvímæli leika, hve skilvíst það hefði verið að sumu leyti.

Þetta þing heyjum vjer á hinu þúsundasta ári eftir stofnun Alþingis að Þingvelli við öxará, og hefjast hjer því stórmerkilegust tímamót, en um þau munum vjer ekki tala, því að þeim mun lýst verða á nœsta Alþingi Kveð jeg liðna tíma með þeirri ósk, að þingmönnum Íslendinga vaxi drengskapur, þekking og vit. Treysti jeg því, að vjer munum skiljast skipulega að sinni. Árna öllum þm. heilla og vona, að þeir megi heilir ná til sinna heimkynna; vænti og þess, að vjer megum heilir hittast á næsta þingi.