07.05.1929
Neðri deild: 63. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í C-deild Alþingistíðinda. (2446)

81. mál, bann gegn líkamlegum refsingum

Hákon Kristófersson:

Mjer skildist, að hv. 1. þm. Skagf. væri að mælast til þess, að jeg tæki dagskrá mína aftur. en jeg verð að segja það, að mjer hefir ekki fundist það koma fram undir umr., að nein ástæða sje til þess. Jeg mun því ekki taka dagskrána aftur, en það er á valdi hv. deildar, hvort samþ. verður eða ekki.

Hv. flm. talaði um, að dagskrá mín væri í tveim liðum, sem ekki kæmu hvor öðrum við, og seinni hl. ætti ekki að berast upp hjer. Ef svo er, má hv. flm. sjálfum sjer um kenna, því að hann dró fyrstur þann atburð, sem þar er minst á, inn í umr. Þá vildi hann gera gys að orðinu „vettvang“, en þar held jeg að hann hafi skotið yfir markið.

Hv. 2. þm. Reykv. sagði, að jeg vildi líða illa meðferð á börnum, ef hún kæmi frá Íhaldsmönnum. Skal jeg lofa honum að hafa þá skoðun í friði, svo góðgjörn sem hún er. Þá var hann að tala um samkomulag drengja og kennara, sem hann kvaðst hafa þekt til á sínum barnaskólaárum. En hvernig skyldi sá vera á unglingsaldri, meðan hann er óábyrgur gerða sinna, sem leyfir sjer að koma með jafn illgirnislegar aðdróttanir til andstæðinga sinna og hv. þm. hefir gert?*

* Hjer vantar talsvert aftan af ræðunni af hendi skrifarans — H. K.