25.03.1929
Efri deild: 31. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 372 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

10. mál, útfutningsgjald af síld o.fl.

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. á þskj. 10 er shlj. bráðabirgðal. frá 19. júlí síðastl. Þau bráðabirgðal. voru sett vegna þess, að sum ákvæði í 1. nr. 35 frá 29. júní 1922, um út flutningsgjald af síld o. fl., þóttu óskýr og sumpart ekki tæmandi. Þess vegna hafði það komið fyrir, að sum ákvæði þeirra 1. voru skilin á tvo vegu, og ekki eins á öllum tímum. Sjerstaklega varð þessi misskilningur bagalegur, þegar átti að gera greinarmun á fóðurmjöli og áburðarefnum. Þetta tvent var óhjákvæmilegt að skilja að, vegna þess að útflutningsgjaldið var ekki jafnhátt fyrir báðar tegundirnar. Á fóðurmjöli var útflutningsgjaldið 100 au. á hver 100 kg., en fyrir áburðarefni var það 25 au. á sama þunga. Úr þessu bættu bráðabirgðal. og að sjálfsögðu einnig þetta frv., ef það verður að lögum. Í þessu frv. er einnig bætt úr því, hve lögin frá 1922 eru takmörkuð, því að þar er ekkert minst á hráefni, eins og t. d. síld, nje fiskiúrgang, þurkaðan eða óþurkaðan, sem flutt er út til vinslu. Úr þessum annmörkum er bætt með þessu frv.

Fjhn., sem haft hefir þetta mál til meðferðar, er sammála um að leggja til„ að frv. verði samþ. Hinsvegar hafa einstakir nm. áskilið sjer rjett til að koma með brtt. við frv., og jeg sje, að ein slík till. er þegar komin fram, á þskj. 208. Jeg hefi ekki neitt um þá till. að segja að svo stöddu; n. tók að sjálfsögðu enga afstöðu til þeirra till., sem síðar kynnu að koma fram, en annars munu flm. sjálfsagt gera grein fyrir þeim, þegar þar að kemur.

Fleira hefi jeg ekki um frv. þetta að segja, en vil að lokum ítreka þau tilmæli n., að frv. þetta verði samþ. að lokinni umr.