30.04.1929
Efri deild: 57. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í C-deild Alþingistíðinda. (2603)

102. mál, einkasala á tóbaki

Fjmrh. (Einar Árnason):

Háttv. 4. landsk. var að tala hjer um barnaútburð. Jeg vil líta svo á, að þetta frv., sem hjer liggur fyrir, sje bæði borið fyrir tímann og getið í meinum, því að jeg verð að telja, að það sje milliþinganefndarinnar að geta þetta barn, ef það á að verða til. Hv. 4. landsk. getur því ekki áfelt mig, þó að jeg vilji ekki fóstra þennan krakka, sem jeg álít að sje ekki vel undir kominn. Jeg sje svo ekki ástæðu til þess að fara lengra út í þetta mál, jeg er búinn að segja það, sem þarf um það, og læt það svo útrætt af minni hálfu.