25.03.1929
Efri deild: 31. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 373 í B-deild Alþingistíðinda. (261)

10. mál, útfutningsgjald af síld o.fl.

Ingvar Pálmason:

Jeg hefi komið með brtt. á þskj. 208. Skal jeg geta þess, að sú breyt. er að mestu shlj. frv., sem lá fyrir Ed. í fyrra og var afgr. til Nd., en náði þar ekki afgreiðslu. Ástæðan til þess, að slík brtt. er komin fram, er sú, að eftir söluverði saltsíldar er útflutningsgjald á henni óeðlilega hátt, borið saman við toll á síldarafurðum, svo sem síldarmjöli og síldarolíu. Síldartollurinn hefir ekki fengist lækkaður, og virðist því full ástæða til að hækka tollinn á verksmiðjuafurðum, sem út flytjast, eins og till. gerir ráð fyrir, og sömuleiðis af hráefnum og hálf- eða óunnum efnum, sem flutt eru út.

Þar sem þetta frv. var rætt hjer í fyrra, sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða um það nú, enda er d. að mestu skipuð sömu mönnum og þá, svo að ætla má, að deildinni sje málið fullkunnugt. Jeg vil þó geta þess, að í brtt. er prentvilla í þriðju línu. Þar stendur „af hverjum 100 kg. af síldarmjöli, fiskmjöli þurkuðu og fóðurkökum 100 aura“, en á að vera 200 aura. Það er samhljóða frv. frá í fyrra. Að öðru leyti tel jeg ekki ástæðu til að tefja umr. um málið, en vænti þess, að brtt. verði samþ. Jeg gæti að vísu farið betur út í þetta mál, en af því að það var rætt á síðasta þingi, sje jeg ekki ástæðu til þess að sinni.