09.03.1929
Neðri deild: 18. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 402 í B-deild Alþingistíðinda. (300)

57. mál, löggilding verslunarstaða

Flm. (Hákon Kristófersson):

Jeg finn ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta litla frv., sem jeg flyt hjer á þskj. 78. Jeg hefi gert grein fyrir því í örstuttri grg., að það er samkv. ósk eiganda jarðarinnar, sem jeg flyt frv. þetta. Slík frv. sem þetta hafa venjulega verið samþ. mótmælalaust, enda er það vitað, að þau lög geta engan skaða gert, en geta í sumum tilfellum verið þýðingarmikil. Eftir því sem eigandi lítur á, telur hann að þetta geti orðið til að gera það mögulegra, að skip fáist til að koma þar, eins og átti sjer stað fyrir mörgum árum, auk þess að hann telur líklegt, að þetta hækki verð jarðarinnar, og býst jeg við, að Alþ. muni síður en svo hafa á móti því. Jeg sje ekki ástæðu til að vísa þessu máli í nefnd, enda mun þeirri venju ekki hafa verið fylgt á undanförnum árum í slíkum málum.