08.04.1929
Neðri deild: 39. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1661 í C-deild Alþingistíðinda. (3227)

113. mál, ábúðarlög

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg hafði nú ávalt búist við því, að menn myndu koma fram með nokkrar aths. við þetta frv. Menn fella sig jafnan misjafnlega við, að brugðið sje út af gamalli venju, þótt í smærri atriðum sje en hjer er um að ræða. Einn hv. ræðumaður ljet svo ummælt í dag, að n. hefði litið of mjög á málið frá einni hlið. Jeg get að vísu ekki talist óhlutdrægur dómari um þetta, þar sem jeg er annar flm. hjer og hefi tekið þátt í samningu frv. En jeg er ekki viss um, að hv. andmælendur frv. hafi gert sjer ljóst, hve mikið af því, sem áfátt er í búnaði vorum, er að kenna núgildandi búnaðarlöggjöf. Ef þeim hefði verið þetta atriði nægilega ljóst, held jeg, að þeir hefðu ekki gert það svo mjög að umtalsefni. Jeg get raunar viðurkent, að allar þær umr., sem farið hafa fram um þetta frv., og aths., sem einstakir hv. þdm. hafa við það gert, hafa verið prúðmannlegar og hóflegar. Svo á líka að vera í mikilsverðum málum, að rökin ein sjeu látin tala. Í þessum umr. hefir ekki komið fram annað, svo að teljandi sje, en ástæður, eftir því sem menn hafa litið á málið, annaðhvort til andstöðu eða meðmæla. Þetta er vel farið. Jeg er hv. ræðumönnum þakklátur fyrir, að þeir hafa látið málið fá slíka meðferð.

Enginn þurfti að ganga að því gruflandi, að sú gerbreyt. á búnaðarlöggjöfinni, sem mþn. vill koma fram, myndi ýmsum í augum vaxa. Það er skiljanlegt, að mönnum þyki nokkuð stórt spor stigið, þegar í einu vetfangi á að varpa ýmsum þeim skyldum, sem áður hafa hvílt á leiguliða, yfir á landsdrottin. Óánægja með till. n. hefir einkum komið fram hjá hv. 1. þm. S.-M. og hv. þm. Barð. Þessir hv. þm. hafa jafnvel látið þau orð falla, að n. hafi í þessu skyni 300 þús. kr. Fjvn. var öll sammála að hækka þessa fjárveitingu upp í 375 þús., og bjóst þó alls ekki við, að sú upphæð myndi nægja. Auk þessa má minnast á styrk til Búnaðarfjelags Íslands og búnaðarfjelaga úti um landið, fjárframlög til sandgræðslu, skógræktar, áveitu, vjelakaupa o. fl. Og síðast en ekki síst má telja, að hinar miklu samgöngubætur, sem gerðar hafa verið á síðustu árum, hafa sjerstaklega verið gerðar í þágu landbúnaðarins. Til vega og brúa gengur um 1 milj. króna árlega og fer vaxandi ár frá ári. Nú liggja hjer fyrir þinginu frv. um raforkuveitur í sveitum og einkasíma í sveitum, sem ætlast er til að ríkissjóður styrki að ákaflega miklu leyti.

Jeg held því, að ekki sje ofsagt, að við stöndum nú á tímamótum í þessu efni. Því er sjerstök ástæða til að athuga mál það, sem hjer liggur fyrir, gaumgæfilega, áður en því er ráðið til lykta. Við jafnaðarmenn höfum ávalt verið því fylgjandi að styðja og styrkja landbúnaðinn eftir föngum. En við erum ekki vissir um, að sá stuðningur hafi komið að því haldi, er til var ætlast. Mþn. hefir komið auga á eitt atriði, sem bendir til þess. Samgöngubætur og aðrar aðgerðir hins opinbera hafa orðið til að hækka jarðir stórum í verði. En það þýðir auðvitað ekki annað en það, að leiga eftir jarðirnar eða vextir af þeim höfuðstól, sem bundinn er í þeim, hljóta að hækka að sama skapi. En ef svo fer, að hækkað jarðarverð verður jafnan samferða samgöngubótum og auknum möguleikum til hagnýtingar jarðanna, og hækkunin svarar alveg til þess, sem framleiðslumöguleikar hafa aukist, þá er landbúnaðurinn í raun og veru engu bættari. Ágóðinn af aukinni framleiðslu gengur þá allur í hækkaða vaxtagreiðslu og afborgana af höfuðstólnum. Annað er og að athuga, er fjárstraumnum er veitt til landbúnaðarins. Þess þarf að gæta, að útkoman verði ekki hin sama í sveitum og orðið er við sjóinn, að landbúnaðurinn verði ekki rekinn af fáeinum stóreignamönnum, sem hafa yfir eigin fje eða lánsfje að ráða og kaupa vinnukraftinn allan að.

Smábúskapurinn á langtum minna undir erlendum markaði um afkomu sína en stórbúskapur, þar sem framleiðslan nemur miklu meiru en nauðsynjum þeirra, er að henni standa. Og yfirleitt held jeg ekki að það vaki fyrir fjölmennasta flokki þingsins að koma landbúnaðinum inn á þá braut, en eins og nú horfir málum, finst mjer bætta á, að svo geti farið. Reynslan hefir sýnt, að svo hefir ósjaldan farið, að jarðir hafa hækkað í verði miklu meira en sem nemur auknum framleiðslumöguleikum vegna ræktunar, samgöngubóta, fólksfjölgunar eða annara slíkra ástæðna, og það svo mjög, að óbúandi hefir orðið á þeim að lokum. Sú hefir reyndin orðið allvíða hjer austanfjalls, einmitt í þeim hjeruðum, sem fyrst urðu aðnjótandi blessunar samgöngubótanna. Er nú landbúnaðurinn nokkuð betur settur eftir en áður, ef umbæturnar allar koma óðar fram til fulls jafnaðar í hækkuðu jarðarverði? Jeg tel, að hiklaust verði að svara því neitandi.

Einnig má nefna annað dæmi hjer úr nágrenninu. — Stóratvinnurekandi kaupir upp fjölda jarða, heila torfu, rekur stórbúskap með aðkeyptu vinnuafli. Hann hefir mörg hundruð kúa og hálft hundrað, stórt, hjúa. Afurðirnar allar eru seldar frá búinu; fólkið notar aðeins örlítinn hluta þeirra. Nú held jeg, að engum detti í hug, að bændur geti komið upp stórbúum sem þessum alment, enda myndi jarðnæði skorta, þótt ekki væri annað til fyrirstöðu, ef bændum ætti ekki að fækka stórlega. En með þessu móti er auðsætt, að mönnum, sem yfir fjármagni ráða, er gert kleift að ávaxta fje sitt á þann hátt að nota aðkeyptan vinnukraft í stórum stíl og sölsa undir sig heila hreppa úti um landið. Og til þess eru þeir studdir af hinu opinbera, alveg eins og smábændurnir, með beinum styrkjum, samgöngubótum og hagfeldum lánum. — Þetta finst mjer, að þurfi að athuga, ásamt fleiru, áður en gengið er frá lögunum um landbúnaðarbanka og stórfeldar lánveitingar þar með ákveðnar til landbúnaðarins.

Sú var tíðin, að allmikill hluti af jörðum á landinu var í eign hins opinbera. En sú stefna hefir verið einráð um langt skeið, að sjálfsagt væri að selja þjóðjarðirnar, og hefir sú stefna bygst á þeirri skoðun, sem mþn. í landbúnaðarmálum heldur einnig fram, að jarðir, sem eru í sjálfsábúð, sjeu yfirleitt betur setnar en þær, sem eru í leiguábúð. Þjóðjarðirnar hafa yfirleitt verið seldar fyrir sárlítið verð, og dæmi munu til þess, að þjóðjarðir, sem seldar hafa verið fyrir nokkur þúsund úr eign hins opinbera, hafa verið seldar skömmu síðar fyrir jafn marga tugi þúsunda. Á þennan hátt hefir þjóðin kastað frá sjer geysilegum verðmætum til einstakra manna, til stórtjóns fyrir heildina.

Þjóðjarðasalan er að mínu viti eitthvert hið mesta glapræði, sem þingið hefir framið. Það hefir líka oftlega komið fram, að þinginu hefir fundist sala þessi vandræðalausn. En það hefir ekki treyst sjer til að tryggja svo vel afnotarjett þeirra, sem jarðirnar leigðu, að hann yrði jafn tryggur rjetti þeirra, er eiga þær. Þingið vanrækti eða treystist ekki til að setja viðunandi ábúðarlöggjöf. Hefði það verið gert, var um leið burt numin sú ástæða fyrir þjóðjarðasölunni, að jarðir í sjálfsábúð væru betur setnar; þá var ábúanda þjóðjarða trygð afnot og laun umbóta þeirra, er hann gerði.

Jeg vil í þessu sambandi geta þess, að stór gloppa er á jarðræktarlögunum, sem annars hafa orðið til mikilla bóta. Jeg drap á það í fyrra, að ákvæði skortir í lögin um það, að ábúendum væri skylt að halda við jarðabótum, sem reiknaðar eru að nokkru sem greiðsla upp í jarðarafgjaldið. Það liggur í hlutarins eðli, að ef ríkissjóður tekur jarðabætur upp í jarðaafgjöld, verður að sjá svo um, að þessar jarðabætur, hvort sem það nú eru girðingar, ræktun eða skurðagerð, gangi ekki úr sjer. Því er nauðsynlegt, að viðhaldsskylda hvíli á leigjanda. Þetta er gloppa á lögunum, sem mþn. hefði átt að athuga.

Yfirleitt finst mjer, að frv. það, sem hjer liggur fyrir, sje til talsverðra bóta frá því, sem nú er, þ. e. a. s. ef menn vilja slá því föstu, að einkaeign á jörðum sje frambúðarskipulagið, sem jeg get að vísu ekki fallist á. Í frv. kemur fram viðleitni til þess að gera ríkari rjett þeirra manna, sem yrkja og rækta jörðina, heldur en hinna, sem bara eiga hana. Þessum tilgangi verður ekki öðruvísi náð en með því að takmarka möguleika landeigenda til þess að græða á leiguliðum, og leggja þeim auknar kaupa. Hjer virðist því lítið sjeð fyrir hagsmunum jarðeigendanna. Það eina, sem að þeim er vikið, er í grg. frv. við 2. gr. þess. Þar segir svo: „Telji úttektarmenn, að jörðin sje á þann hátt komin í trygga ábúð, ætti hagsmunum eigendanna að vera vel borgið.“ Það er ekki lítið, sem lagt er upp úr áliti úttektarmannanna.

Stefna sú, sem flm. frv. þessa vilja vinna að, er sú, að jarðirnar verði sem flestar eign þeirra, sem á þeim búa.

Þetta er óneitanlega falleg stefna, því að reynslan mun vera sú, að þær jarðir sjeu jafnaðarlega betur setnar, sem eru í sjálfsábúð, heldur en hinar, sem leigðar eru. En þetta eins og hvað annað verður að hafa sín takmörk. Það má ekki ganga svo langt í þessu efni, að umráðarjettur manna yfir eignum sínum sje skertur um of, því að það getur beinlínis haft þau áhrif, að tilgangur frv., þó að lögum verði, náist ekki. Með þessu er verið að gera kjör leiguliða svo eftirsóknarverð, að menn munu hreint ekkert sækjast eftir að verða sjálfseignarbændur. Það getur því farið hjer eins og fór hjer í Reykjavík, þegar húsaleigulögin voru sett, að lögin beinlínis vinni sjálf á móti tilgangi sínum. Menn hættu hjer að vilja láta eignir sínar í hús, einungis vegna húsaleigulaganna. Varð því sú raunin á, að í stað þess að bæta úr húsnæðisvandræðum manna, urðu lögin til þess að auka vandræðin að miklum mun.

Þá virðist mjer, að í frv. komi fram óþarflega mikill ótti við það, að kaupstaðarbúar kaupi jarðir uppi til sveita til þess að eyðileggja þær. Það má vel vera, að til sjeu einhver dæmi þess, að t. d. Reykvíkingar hafi klófest jarðir og flutt burtu af þeim nytjarnar. En þrátt fyrir það getur ekki talist rjett að taka alveg fyrir það, að kaupstaðarbúar geti fengið keyptar jarðir eða jarðarhluta, því að eins og kunnugt er, hefir sú stefna rutt sjer mjög til rúms nú á síðari tímum, að efnamenn kaupstaðanna kaupi jarðir og láti gera þar stórfeldar umbætur í jarðrækt o. fl. Hafa kaupstaðarbúar þannig látið rækta stór lönd á tiltölulega stuttum tíma, sem annars myndi hafa tekið fleiri tugi ára. Þessi stefna er að vísu gagnstæð stefnu frv., en jeg tel hana eigi að síður svo mikilsverða, að engin sanngirni sje að vinna alveg á móti henni.

Vil jeg svo að síðustu taka undir með hv. 1. þm. S.-M., að jeg tel það hreinustu óhæfu að ráða máli þessu til lykta á þessu þingi, þar sem hjer er um það að ræða að breyta gömlum lagabálki. En hinsvegar tel jeg ekki nema gott, að málið skyldi koma fram nú, til þess að mönnum gefist kostur á að átta sig á því, þar til á næsta þingi.