20.04.1929
Neðri deild: 50. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1706 í C-deild Alþingistíðinda. (3242)

114. mál, síldarnætur

Frsm. meiri hl. (Sveinn Ólafsson):

Þetta litla frv. ætti ekki að þurfa mikinn tíma til afgreiðslu. Jeg hygg, að öllum hv. dm. sje kunnugt um, að lög þau frá 1902, sem hjer ræðir um að fella úr gildi, eru orðin að hreinu og beinu nátttrölli og hafa hjeðan af enga verulega þýðingu. Þau eru frá þeim tímum, þegar ástæðurnar í þessum efnum voru mjög ólíkar því, sem nú er, frá þeim tímum þegar Norðmenn sóttu hingað allmargir á vorin til síldveiða yfir sumarið með landnótum og fengu innlenda yfirvarpsmenn til þess að teljast fyrir útgerðinni, en fóru svo á hausti hverju með næturnar og öll veiðarfærin af landi burt. Nú má heita, að landnætur sjeu horfnar með öllu, en í þeirra stað er farið að nota herpinætur við síldveiðarnar, og veiðarnar jafnframt stundaðar af innlendum mönnum. Er því ekki þörf á að láta þetta bann á útflutningi síldarnótanna standa lengur í lögum, enda verkar það nú orðið sem óeðlilegur hemill á þá útgerðarmenn, sem þurfa að senda út herpinætur til börkunar og bikunar. En slík viðgerð á nótum er óumflýjanleg, því að gögn til þeirra hluta eru hjer hrekja þau andmæli, sem komið hafa fram gegn þessu frv. Hann hefir gert það svo röggsamlega, að jeg þarf litlu við að bæta. En með því að jeg hefi verið allmikið riðinn við samningu þessa frv., þá þykir mjer hlýða að segja nokkur orð viðvíkjandi því. Jeg skal þó sem minst koma inn á einstök ákvæði frv., enda á það tæplega við við 1. umr.

Það, sem einkum hefir verið ráðist á, eru þau ákvæði frv., að nauðsynleg hús eigi að fylgja leigujörðum, enda er þetta eitt þýðingarmesta atriði frv. Í þessu sambandi sagði hv. 1. þm. S.-M. í ræðu sinni um daginn, að hjer væri ekki einungis um breyt. að ræða, heldur miklu fremur byltingu. Nú, það gildir einu, hvaða nafni hlutirnir eru kallaðir, en það er samt alveg spáný uppgötvun, ef þeir, sem að frv. standa, eru orðnir byltingamenn alt í einu, fyrv. alþm. Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka, hv. 1. þm. Árn. og jeg. Við eigum þá, eftir kenningu hv. þm., að vera byltingamenn! Jeg fyrir mitt leyti get nú ekki fundið, að með frv. sje stefnt til neinnar byltingar. Hitt skal jeg játa, að í því felast allróttækar breyt. á núgildandi ábúðarlöggjöf. En það hafa nú líka orðið töluverðar breyt. á þjóðlífinu sjálfu síðan 1884, og því ekki að vænta, að alt, sem þá gat verið gott og gilt, geti átt við nú.

Því hefir verið haldið fram af tveimur hv. þm., að ef frv. þetta yrði að lögum, þá væri mönnum gert ómögulegt að eiga jarðir til að leigja þær öðrum. Þetta eru nú að vísu öfgar, en þó skal jeg játa, að óaðgengilegra mundi verða að eiga mikið af leigujörðum. En þá vil jeg spyrja: Er það svo sjerstaklega heppilegt fyrir þjóðfjelagið, að mikið af leigujörðum safnist á hendur einstakra manna? Um þetta atriði er talað nokkuð í grg. frv. og hv. 1. flm. hefir farið ítarlega út í það. Samkv. upplýsingum þeim, sem mþn. hefir aflað sjer viðvíkjandi þessu, þá er ábúð á leigujörðum stórum lakari en sjálfsábúð, í öllum hlutum landsins. Liggja til þess mjög skiljanlegar ástæður. Mjer finst löggjöfin ætti síst að hlynna að slíkum búnaðarháttum, sem eru á flestum leigujörðum. Jeg býst við og vona, að samþ. þessa frv. leiði til þess, að landsdrotnar verði fúsari til að selja leiguliðunum ábýlisjarðir sínar og að það þannig efli sjálfsábúð í landinu. En slíkt tel jeg enga goðgá; þvert á móti. Með þessu vil jeg þó alls ekki viðurkenna, að frv. geri lítið úr helgi eignarrjettarins, eins og reynt hefir verið að halda fram hjer í deildinni. Öllum má vera það ljóst, að með frv. er eignarrjetturinn ekki skertur, heldur aðeins settar takmarkanir fyrir misnotkun hans. Engar hömlur eru settar á það, að menn eignist jarðir og notfæri sjer þær sjálfir; sömuleiðis geta menn, sem eiga leigujarðir, hvenær sem er tekið þær úr ábúð handa sjer, börnum sínum og fósturbörnum. Einungis eru settar nokkrar hömlur á það, að menn geti notað þessa eign til að drotna yfir öðrum. Nú hafa öll siðuð þjóðfjelög sett ýmiskonar takmarkanir í þessu efni. Í núgildandi ábúðarlögum okkar eru jafnvel settar nokkrar hömlur við ótakmörkuðu valdi landsdrotna yfir leiguliðum, en slíkt er alls ekki að afnema eignarrjettinn.

Hv. þm. Barð. gaf það í skyn í ræðu sinni um daginn, að mþn., sem samdi þetta frv., hefði litið einungis á hagsmuni leiguliða, en látið hagsmuni landeigenda mjög þoka sæti. Jeg tek undir þau ummæli hv. mflm. míns, að í starfi sínu lagði mþn. alla áherslu á að sýna sanngirni og gera rjett. En þó svo kunni að virðast í fljótu bragði, að við höfum meira litið á hagsmuni og rjett leiguliða heldur en landsdrotna, þá mun það reynast við skynsamlega athugun og óhlutdræga, að til þess liggja eðlilegar ástæður. Annars verð jeg að segja það, að jeg tel gleðilegt, að aths. þm. við frv. ganga í þessa átt, því að ef hægt væri að segja, að við hefðum gert okkur sjerstaklega far um að tryggja aðstöðu landsdrotna, þá væri verk okkar unnið fyrir gíg. Núgildandi lög tryggja rjett landsdrotna í flestum efnum svo vel, að enga nýja löggjöf þurfti til að gera það betur. Jeg held það hafi því beinlínis verið verkefni okkar — og það, sem Alþingi ætlaðist til — að gera till. um bætt kjör leiguliðanna, því að annars hefði engin ástæða verið til þess að fela mþn. að endurskoða ábúðarlögin. Hver, sem les frv., getur ekki vilst um, að með því er stórt spor stigið í áttina til meira samræmis, meira rjettlætis og meiri hagsýni í búnaðarháttum, þó jeg geri að sjálfsögðu ráð fyrir, að það þurfi breyt. við í einstökum atriðum.

Mig minnir, að það væri hv. þm. Barð., sem var að tala um, að við, sem sömdum þetta frv., mundum vera leiguliðar, og virtist þar með vilja gefa í skyn, að aðstaða okkar til breyt. væri mörkuð af því. Tveir okkar eru nú ekki leiguliðar, en hvað sem um það er, þá er hitt víst, að þeir, sem sömdu núgildandi ábúðarlög, voru landsdrotnar, enda bera lögin þess órækt vitni. Hagsmunir landeigenda eru aðalatriði laganna. Jeg vil þó engan veginn kasta rýrð á þá mætu menn, sem að þeim lögum stóðu, því að þessi var þá stefna tímanna. Og jeg hlýt að álykta á þá leið, að úr því þingið hefir álitið þörf á nýjum ábúðarlögum, þá felist í því krafa um stefnubreyting. Alþingi hefir slegið þessu föstu með því að samþ. endurskoðun, — því hvað ætti annað að hafa vakað fyrir þinginu?

Jeg mintist áðan á annað meginatriði frv., sem sje það ákvæði, sem skyldar landeigendur til að leggja til hús á jörðum, sem þeir leigja. Þetta ákvæði er andmælendum frv. mestur þyrnir í augum. Nú getur enginn á móti mælt, að á hverri jörð, sem í ábúð er, verða að vera einhver hús fyrir fólk og fjenað. Hvort er þá sanngjarnara, að landeigandi eigi húsin eða leiguliðar, sem ef til vill eru aðeins fá ár og flytja síðan burt? Jeg get ekki betur sjeð en að eigendur jarða standi mun betur að vígi með að sjá þeim fyrir húsakosti, enda er það líka rjettlátara, þegar litið er á þá breyt. tímanna, sem átt hefir sjer stað í sveitum landsins. Ef fráfarandi leiguliði á hús á jörðunni, þá eru honum eftir núgildandi lögum einungis tveir kostir: að selja eiganda eða viðtakanda, eða rífa húsin og flytja þau burt að öðrum kosti. Þetta getur gengið, ef um timburhús er að ræða, eða trjávið úr húsum, en ef það eru steinhús, þá verður þessu ekki við komið. Nú í seinni tíð er einmitt mest bygt úr steini, svo að einsætt er, að taka verður sjerstaklega tillit til þeirrar breyt. í ábúðarlöggjöfinni. Ef bær er að falli kominn á leigujörð og ábúandi byggir þar steinhús, vegna þess að það er nauðsynlegt og hann telur það hentugast og best, — hvernig á þá að fara að? Ekki er hægt að flytja steinhús með sjer á uppbót, eða alls 1440 kr., en sveitarsjóður aðeins 800 kr. — Það hallast því enn á sveitirnar. Föstu skólarnir hafa enn forrjettindi fram yfir farskólana um hlutfall milli framlags ríkis og sveitarsjóðs.

Ef þessi hækkun fengist, þá er meiri von um að fá myndarlega menn til kenslustarfa og vel undirbúna. Menn fengjust þá til að gegna starfinu lengur. Samkeppnin er nú mikil um mannfólkið, og í þeirri samkepni sigra aðrir atvinnuvegir algerlega. Með þessari uppbót stæði farkenslan betur að vígi með að halda mönnum sínum fyrir eftirspurninni úr útgerðarstöðvunum. Frv. á því þátt í að stöðva fólksstrauminn úr sveitunum, og væri það ósamræmi við aðrar gerðir þingsins, ef það vildi ekki gera þetta til að rjetta hlut sveitanna. Það er sjálfsagt, að þingið rjetti nú sveitunum hjálparhönd til að halda kennurum sínum. Hjer er líka um það að ræða, að sveitirnar njóti betri kenslu en ella mundi. Örðugleikar strjálbýlisins um alla kenslu eru nægir fyrir því, þó hagur sveitanna verði rjettur nokkuð frá því sem nú er.