28.02.1929
Neðri deild: 10. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í D-deild Alþingistíðinda. (3564)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

Magnús Guðmundsson:

Jeg hefi ekki tekið eftir, að fram hafi komið till. um að vísa máli þessu í nefnd, og eigi hefir það heldur komið fram í umr., hve mikið það myndi kosta að halda út slíkum báti. Einnig má búast við því, ef till. verður samþ. og tveir bátar verða hafðir til gæslu við Garðskaga og Faxaflóa, að fleiri raddir muni koma fram um að fá gæslubáta. Virðist mjer, að athuga þyrfti í nefnd, hvaðan slíkar raddir mundu koma og hvaða kostnað þetta hefði í för með sjer. Vænti jeg þess, að hv. flm. hafi ekki á móti því, að málinu verði vísað til nefndar, því að það mundi alls ekki hindra framgang málsins. Leyfi jeg mjer því að leggja til, að till. verði vísað til sjútvn.