08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í D-deild Alþingistíðinda. (3646)

44. mál, innflutningur á lifandi dýrum

Frsm. (Lárus Helgason):

Jeg þarf ekki að hafa langa framsögu í þessu máli, því nál. ber með sjer, hvað n. leggur til. Breyt. sú, er n. leggur til að gerð verði, er vegna þess, að í lögum er til heimild sú, er þessi till. á að veita. En þar sem n. sýnist ekkert vera í veginum fyrir því, að innflutningur á þessum dýrum verði leyfður, leggur hún til, að þessari till. verði breytt í áskorun til stj.

Eins og sagt er í nál., þá leggur n. til, að rjett sje að leyfa innflutning á sauðnautum og silfurrefum, en hún getur ekki fallist á, að leyft sje að flytja inn kanínur. Nú er á ferðinni frv. um refarækt, sem sennilega verður að lögum, og virðist eðlilegt, að mönnum sje þá einnig gert mögulegt að rækta silfurrefi.

N. dylst ekki, að það muni kosta allmikið að flytja inn sauðnaut, en nú mun í ráði að ætla til þess nokkra fjárupphæð í fjárlögunum fyrir árið 1930, svo frekar gæti orðið framkvæmd úr þessu.

N. leitaði álits dýralæknis um, hvort hætta nokkur væri í því fólgin að flytja inn þessi dýr, og taldi hann það fráleitt. Samkv. þessu leggur n. því til, að till. verði samþ. með þeirri breyt., er greinir á þskj. 521.