18.05.1929
Neðri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 220 í D-deild Alþingistíðinda. (3761)

145. mál, landpóstferðir

Fjmrh. (Einar Árnason):

Sá ráðh., sem þetta mál heyrir undir, er ekki við, en mjer er óhætt að segja fyrir hans hönd, að hann hefir ekkert á móti till. Það hefir aldrei verið ætlun hans að hrapa að neinum breyt. án þess að hafa leitað álits manna víðsvegar um land.

Þar sem með einu frv., sem lagt hefir verið fyrir þetta þing, fylgdi útdráttur úr áliti n., sem skipuð var til að athuga póstsamgöngur, var það gert til þess að kynna bæði þm. og öðrum, hvað n. hefði starfað og hverjar hennar till. væru. En það er engin ástæða til annars en að taka þessari þáltill. vel og taka til greina allar skynsamlegar aths. í þessu máli.