17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2046 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

16. mál, fjárlög 1930

Ingvar Pálmason:

Jeg hefi aldrei komist í þann heiðurssess að vera í fjvn. Það munu því margir telja, að illa sitji á mjer að fara nú að hefja umr. En orsakir liggja til alls. — Þegar fjárl. voru til einnar umr. í Nd., heyrði jeg, að ekki gæti komið til mála að samþ. þau eins og þau kæmu frá Ed. Jeg sje samt ekki annað en að þær breyt., sem Nd. hefir gert, sjeu hreinustu smámunir. Nd. virðist, þegar alt kemur til alls, hafa fallist á, að fjárl. væru sæmilega afgr. í Ed. Jeg held því, að óhætt hefði verið fyrir Nd.samþ. fjárl. óbreytt. Jeg vildi láta þessa getið, af því að undanfarin ár hefir Nd. samþ. fjárl. óbreytt frá Ed., en nú var eins og Nd. liti svo á, að ekki kæmi til mála að halda þeim óbreyttum. Jeg kann því illa við, að Ed. samþ. fjárl. alveg þegjandi. Hún ætti a. m. k. að þakka Nd. fyrir orðsendinguna.