04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2152 í B-deild Alþingistíðinda. (950)

15. mál, laganefnd

Lárus Helgason:

Hv. 1. þm. Rang. fór að minnast á kaupfjelagsskap í sambandi við þetta mál og hjelt auðsjáanlega, að það væri mjer veikur punktur. Jeg get ekki sjeð, hvað kaupfjelög koma máli þessu við, en úr því að hv. þm. drap á þau, vil jeg benda á það, að óvíða mun sá fjelagsskapur hafa gert eins mikið gagn og í Skaftafellssýslum, og hygg jeg, að þó það mál væri rannsakað, væri ekki hægt að finna, að jeg hefði gert minni sýslu ógagn með þeim málum. Hitt er annað í mál, að hv. 1. þm. Rang. mun hafa staðið framarlega í kaupfjelagsskap í sinni sýslu, sem ekki varð góður endir á.