05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í C-deild Alþingistíðinda. (1328)

104. mál, hafnargerð á Akranesi

Magnús Guðmundsson:

Mér kom það undarlega fyrir að heyra hv. 1. þm. S.-M. lýsa yfir því, að hann teldi nauðsynlegt, að hafnirnar kæmust sem fyrst í framkvæmd, en samt ætlaði hann að vera á móti frv. Hann veit þó, að með því að drepa frv. drepur hann hafnirnar, því að það þýðir ekkert að heimta af sveitarfélögum, að þau leggi fram stórfé fyrirfram. Fyrst þurfa þau að fá einhverjar tekjur.