05.03.1930
Neðri deild: 44. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í C-deild Alþingistíðinda. (1381)

136. mál, jarðræktarlög

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég get ekki annað en látið undrun mína í ljós yfir því, hvernig hv. 1. þm. Skagf. blandar saman, hvað dagsverk sé metið til peninga samkv. verðlagsskrá og hvað mikil vinna skuli í það lögð. Það liggja jafnmargir faðmar eftir manninn t. d. í túnasléttu eftir daginn, hvort sem kaupið er þetta eða hitt. En í þessu efni sem öðru verður stj. Bf. Ísl. að fara eftir því, sem jarðræktarráðunauturinn og aðrir trúnaðarmenn hennar telja rétt vera.