01.03.1930
Neðri deild: 41. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 881 í C-deild Alþingistíðinda. (1499)

200. mál, Verslunar- og útvegsbanki Íslands

Héðinn Valdimarsson:

Ég vil að vísu ekki hafa á móti því, að atkv. deildarinnar séu látin skera úr þessu atriði, enda get ég það ekki. En hitt þykir mér þó undarlegt, að okkar frv., sem beðið hefir miklu lengur, skuli vera tekið síðar á dagskrá. Það þykir mér ískyggilegt, ef taka á upp þá reglu, að meiri hl. ráði hver mál skuli tekin á dagskrá og í hverri röð. Fer þá að verða lítill réttur minni hl.