06.03.1930
Neðri deild: 45. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í C-deild Alþingistíðinda. (1514)

212. mál, sundhöll í Reykjavík

Flm. (Jón Ólafsson):

Ég ætla að taka það fram, til þess að hv. þm. Borgf. misskilji ekki það atriði, hvers vegna ég vildi vísa málinu til n. hans, að það var mest í spaugi sagt. Hv. þdm. vita það allir, að hv. þm. Borgf. er hinn mesti iðjumaður, sem kann því illa að vera iðjulaus. Það var vegna þess, að ég sagði þessi orð, sem hann var að reyna að snúa út úr.