27.03.1930
Neðri deild: 64. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (1841)

56. mál, siglingalög

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Eins og hæstv. forseti hefir skýrt frá, leggur n. til, að þetta frv. verði samþ. Ég vil aðeins bæta því við, að þetta frv. er afleiðing af því frv., sem hér er næst á dagskrá (frv. til sjómannalaga). Eins og skýrt er frá í grg. þess frv., er sá kafli, um réttarfarslega aðstöðu skipshafnar, tekinn út úr siglingalögunum. Við þessa röskun þurfti að kerfa siglingalögin, og er það, sem þá verður eftir af gömlu siglingalögunum, allstór bálkur. Þetta frv. er gert í samræmi við það. Ef annað frv. nær fram að ganga, verður hitt líka að gera það.