09.04.1930
Neðri deild: 75. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1560 í B-deild Alþingistíðinda. (2060)

2. mál, fjáraukalög 1928

Fjmrh. (Einar Árnason):

Það hefir verið föst venja nú um langa hríð, að fjáraukalögin hafa verið samin samkv. till. yfirskoðenda landsreikninganna, og þeirri reglu hefir líka verið fylgt að þessu sinni. Þegar ég hafði athugað till. endurskoðendanna 1928, sá ég, að þær voru ekki í samræmi við það, sem endurskoðendur höfðu áður lagt til, en eigi að síður varð það niðurstaðan að sníða frv. eftir till. þeirra. Nú hefir hv. fjvn. haft þetta, — mál til athugunar allt frá þingbyrjun, en leggur svo fram álit sitt nú í lok þingsins. Þetta er óhæfilega sein afwgreiðsla, sem sennilega orsakast af því, að n. er klofin um málið. Meiri hl. n. vill ekki fallast á till. yfirskoðendanna, og ég skal taka það fram, að ég get vel fellt mig við álit hans, enda er það í samræmi við margra ára venju.

Ég sé ekki ástæðu til að fara mikið út í ágreiningsatriðin milli nefndarhlutanna, en þar sem frsm. minni hl. var að tala um, að stj. ætti að virða fjárlögin og fara yfirleitt ekki út fyrir þau, þá get ég vel tekið undir það með honum. Hann minntist á það, að útgjöldin hefðu verið meiri til vegabóta en heimild hefði verið fyrir, og virtist mér sem hann áfelldi mig fyrir það, en ég fæ nú ekki skilið, að það geti verið mikið ásökunarefni, þótt stj. veiti meira fé til jafnnauðsynlegra framkvæmda og vega- og brúargerðir eru en þingið hefir samþ., ef tekjurnar leyfa það með góðu móti, þannig að ekki skapist tekjuhalli á útkomunni. Mér virðist sem þetta ágreiningsefni okkar sé ekki svo mikilvægt, enda er leitað samþykkis þingsins fyrir umframgreiðslum þessum, sem farið hafa til samgöngubóta, svo að út af þeim ætti ekki að rísa svo mikill ágreiningur. Um hitt virðist mér tekin upp nokkur nýbreytni, ef á að fara að leita aukafjárveitingar fyrir því, sem verður að greiðast samkv. gildandi lögum. Annars vil ég taka það fram, að ég get fallizt á till. meiri hl. á þskj. 434.