27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (2290)

86. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Magnús Torfason):

Ég hélt, að hv. 1. þm. Skagf. færist nú ekki um að tala, því að svo dyggilega mun hann hafa fylgt sinni stj., en ekki verið leiður flokksmaður. (MG: Leiður flokksmaður! Hvað á hv. þm. við?). Ég kalla þá menn leiða flokksmenn, sem reyna að bregða fæti fyrir sinn flokk og sína stj. hvenær sem færi gefst.

Ég er þessari brtt. meðmæltur, og ympraði á því að hafa þennan dag, því að þá er tekið fullt tillit til hins vinnandi lýðs í landinu. Kvenfólki kemur það líka illa, ef kosið er á þváttdegi, og ég veit með vissu, að konur eiga þá erfitt með að rífa sig á burt frá heimilunum, þar sem því er nú svo farið, að á flestum bæjum er bara húsfreyjan ein.