07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1710 í B-deild Alþingistíðinda. (2351)

238. mál, útvarp

Frsm. meiri hl. (Hannes Jónsson):

Ef málið hefir verið lítið rætt á nefndarfundum, þá er það fyrir það, að hv. minni hl. hefir verið svo ákveðinn í því að vera á móti frv., að það var ekki talið vert að ræða það þar. Þetta segi ég aðallega viðvíkjandi hv. 2. þm. G.-K., en hvað snertir hv. þm. Dal., þá tók hann þá afstöðu í n., að hann sagðist vera á móti þremur aðalatriðum í frv., en sagðist þá ekki vita, hvort hann gæti yfirleitt verið með frv. En þegar hv. þm. er ákveðið á móti aðalatriðum í frv., þá sé ég ekki, frekar en hann sjálfur, að hann geti verið með því í neinni mynd. Það er annars ástæðulaust að vera að tefja þetta mál, það var ekki svo litið rætt í n. Við fengum umsagnir ýmsra manna og á einum fundinum mætti útvarpsstjóri, svo að við höfðum tækifæri til að ræða málið við hann.

Ég tel ástæðulaust að fresta málinu. Nál. meiri hl. n. er afgr. 3. þ. m., svo að það virðist hafa verið tími til fyrir hv. minni hl. n. að koma með sitt nál., þar sem nú er hinn 7. í dag.