09.04.1930
Efri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 990 í B-deild Alþingistíðinda. (237)

1. mál, fjárlög 1931

Guðmundur Ólafsson:

Út af ummælum hv. frsm. vil ég aðeins taka fram, að ég ætlast til, að sami styrkur hlutfallslega verði veittur til að gera Blöndu laxgenga undan Enni eins og til að gera laxastiga í Lagarfoss. Ef brtt. XII, 2 á þskj. 454 verður samþ., ætlast ég þannig til, að eftir minni brtt. — XIII. á sama þskj. — verði og veittir 2/5 kostnaðar. En verði brtt. XII, 2 felld, fer ég aðeins fram á 1/3 kostnaðar.