10.02.1930
Neðri deild: 20. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (2402)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Frsm. meiri hl. (Héðinn Valdimarsson):

Um þetta frv. þarf ekki langar umr. því að það hefir verið rætt jafnframt hinu, sem nú er fallið. Úr því, sem komið er, verður ekki hjá því komizt að setja lög um skiptameðferð á bankanum. Er það jafnt til varnar fyrir lánardrottna hans sem aðra viðskiptamenn. Meiri hl. n. leggur til að samþykkja þetta frv. Þá leggur n. til, að taka skuli til meðferðar bankabúið frá lokunardegi bankans. Skiptin skuli gilda frá þeim degi. Ég ætla, að allir telji sjálfsagt, að það, sem framkvæmt hefir verið í bankanum frá lokunardegi til þess dags, er lögin ná gildi, verði háð umsjón skiptanefndar.