01.02.1930
Neðri deild: 11. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2021 í B-deild Alþingistíðinda. (2562)

45. mál, háskólakennarar

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Hv. 1. þm. Reykv. flutti þetta frv. á þinginu í fyrra. Gekk það viðstöðulítið í gegnum þessa deild; en var stöðvað í Ed. á síðasta degi þingsins; vegna tímaleysis til afgreiðslu. Það, sem hér, er farið fram á, snertir 2 eða 3 menn lítillega fjárhagslega, en þó einkum að því leyti, að þeir fái lítilsháttar viðurkenningu, er þeir hafa gegnt dócentsstörfum í 6 ár. Í rauninni er mjög lítill munur á kennslu og störfum dócenta og prófessora, nema í dócentsembættin eru venjulega settir yngri menn, sem svo eru venjulega gerðir prófessorar síðar. Frv. tryggir það, að menn sitji ekki um aldur og æfi sem dócentar, heldur fái eðlilega hækkun á stöðum.

Vil ég leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr., en sé ekki ástæða til að láta vísa því til nefndar, þar sem það var í n. í fyrra.