04.04.1930
Efri deild: 69. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2049 í B-deild Alþingistíðinda. (2700)

300. mál, löggilding verslunarstaðar í Selárvík

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er sama eðlis og önnur slík frv., um löggilding verzlunarstaða, sem fyrir Alþingi hafa legið nú oft undanfarin ár, og venjan hefir verið sú, að samþykkja þau, og sér allshn. ekki ástæðu til að víkja frá þeirri venju. Hér er líka jafnvel um frekari ástæðu að ræða en annarsstaðar, eins og grg. ber með sér, því að það er tekið fram, að ekki sé hægt að fá vélbáta tryggða við Eyjafjörð, nema þeir séu skrásettir á stað, sem löggiltur er. Þetta frv. er því frekari ástæða til að samþ. en ýms önnur samskonar frv., sem legið hafa hét fyrir hv. d.