11.04.1930
Neðri deild: 77. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2086 í B-deild Alþingistíðinda. (2781)

158. mál, skráning skipa

Pétur Ottesen:

Ég má ekki vera að því að lesa þetta bréf, sem ég hefi ekki séð fyrr en nú, en ef hv. þm. Vestm. telur, að ég hafi farið með rangar upplýsingar við 2. umr. þessa máls, verð ég að mótmæla því. (JJós: Alls ekki). Ég skal benda á til áréttingar, að ég hafði mínar upplýsingar frá þeim manni, sem nú stendur fyrir skipaskoðuninni. Ef hann segir annað nú, hlýtur hann að hafa skipt um skoðun í þessu síðan ég talaði við hann. — Ég hefi ekki meira um þetta að segja, þar sem ég hefi ekki getað kynnt mér þetta bréf, sem nú ei lagt fram.