26.03.1930
Efri deild: 61. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2235 í B-deild Alþingistíðinda. (2951)

91. mál, gagnfræðaskóli

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

* Ég vildi aðeins segja hæstv. dómsmrh. það, að sumt af því, sem ég hafði í huga með ummælum mínum um Menntaskólann, mun nú hafa komið fram við eldhúsdagsumr. í hv. Nd.; ég sé a. m. k. nokkra frásögn um það í blöðunum í dag, þótt ég hafi ekki hlýtt á það þar. En hitt, sem ekki hefir verið orðað, veit hann um, og vilji hann hafa það fram, þá stendur það honum næst að hafa það fram sjálfum. (Dómsmrh.: Ég tek ekki á móti neinum dylgjum um þetta).