14.04.1930
Neðri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2308 í B-deild Alþingistíðinda. (3081)

117. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Lárus Helgason):

Ég vil nú ekki viðurkenna annað en að þetta sé gott mál. Hlöður vantar víða, og sumar sveitir eru algerlega hlöðulausar. Hér er því um mjög mikilvægt mál að ræða. Auk þess er fátt, sem betur hjálpar til við heyskapinn en góð hlaða. — Ekki er ætlazt til að styrkja aðrar hlöður en þær, sem eru framtíðinni líka til hagsbóta. Held ég því, að hv. þm. ættu ekki að telja eftir þennan styrk, jafnvel þótt hann næmi nokkrum tugum þúsunda. Vil ég fastlega mælast til, að brtt. hv. þm. Mýr. verði samþ., en ég býst við, að till. hv. 2. þm. Skagf. myndi heldur draga úr framkvæmdum, ef samþ. yrði, og tel ég því rétt að fella hana.