15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2311 í B-deild Alþingistíðinda. (3089)

117. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Jónas Kristjánsson):

Frv. þetta hefir tekið nokkrum breyt. í hv. Nd. Daggjaldið verið fært úr 75 au. niður í 50 au. og sú upphæð, sem mesta má veita einum manni í styrk til hlöðugerðar, sömuleiðis verið færð niður, úr 750 kr. niður í 500 kr. Loks hefir hámark þess, sem veita mátti úr ríkissjóði í þessu skyni, verið fellt niður með öllu. Auk þessa hafa verið gerðar ýmsar smávægilegar breyt. á frv.

N. sá sér ekki fært að gera brtt. við frv., eins og nú er komið, og leggur því til, að það verði samþ. Einn nm. var ekki viðstaddur afgreiðslu málsins, og mun hann gera grein fyrir afstöðu sinni, ef honum sýnist svo.