16.04.1930
Efri deild: 80. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2393 í B-deild Alþingistíðinda. (3198)

32. mál, vegalög

Frsm. (Páll Hermannsson):

Ég býst ekki við, að almennar umr. um frv. á þessu stigi málsins hafi mikla þýðingu. Og ég geri líka ráð fyrir, að á því kunni að vera einhverjir annmarkar, sökum of lítils undirbúnings.

Alstaðar er nóg vegaþörf fyrir það fé, sem ríkissjóður getur látið af mörkum, þó að þetta sé ekki gert í ár eða að ári. Þó að ekki sé lagt í nýja vegi frekar en er, má gera ráð fyrir, að ríkissjóður hafi nóg með að annast viðhald sinna vega, þó að sýsluvegunum sé haldið þar fyrir utan.