27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í D-deild Alþingistíðinda. (3624)

156. mál, fullnaðarskil við Pál J. Torfason

Magnús Guðmundsson:

Ég heyrði ekki betur en hæstv. fjmrh. segði, að miklar upplýsingar um þetta mál væru til í stjórnarráðinu. Hv. 2. þm. Reykv. þarf því ekki að undra, þótt þær liggi ekki hér fyrir nú.

Hv. þm. beindi því til mín, hvað hefði orðið af öllum þessum peningum. Um það vísa ég til skjalasafns stjórnarráðsins. Ekkert hefir runnið í minn vasa af þeim, þótt hv. þm. væri að gefa það í skyn. Ég veit, að skjöl málsins sanna þetta fyllilega.