13.02.1930
Neðri deild: 23. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í B-deild Alþingistíðinda. (368)

12. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Jón Auðunn Jónsson:

Ég hefi litlar sakir af mér að bera, en það verð ég þó að segja, að ég kann þá ekki skil á íslenzku máli, ef hæstv. stj. „prokurerar“ svo á erlendum vettvangi eins og hún hefir gert í dag í hv. deild, að við þá framkomu eigi ekki orðið, sem bannað var að nefna áðan.

En sagan endurtekur sig. Hæstv. forsrh. var ritstjóri. þegar hann í kjöttollsmálinu barðist fyrir málstað Norðmanna og bauð þeim ýms fríðindi á bak við þing og stj., svo að um skeið horfði til vandræða með að Íslendingar næðu viðunandi samningum.