17.04.1930
Efri deild: 83. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2467 í B-deild Alþingistíðinda. (752)

Starfslok efri deildar

forseti (GÓ):

Þar sem nú er að því komið, að fundum hv. deildar verður frestað samkv. þáltill., sem nýlega var þar um samþ. í sameinuðu þingi, verður engin dagskrá ákveðin að þessu sinni.

Ég vil við þetta tækifæri þakka hv. þdm. vel rækt þingstörf, prúðmannlega framkomu og góða samvinnu, sem ég hefði haft gott tækifæri til að læra að meta nú á þinginu, hefði ég ekki kunnað það áður. Vænti ég, að þegar þessu þingi verður slitið í sambandi við alþingishátíðina í sumar, verði það talið eitt af merkustu þingum íslenzku þjóðarinnar.

Óska ég svo hv. þm. utan af landi góðrar ferðar heim til sín og ánægjulegrar heimkomu og að vér megum allir hittast á þingfundi 26. júní næstk. glaðir og heilir oss til ánægju og þjóð vorri til gagns og sóma.