31.01.1930
Efri deild: 10. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í C-deild Alþingistíðinda. (818)

22. mál, fimmtardómur

Ingibjörg H. Bjarnason:

Í byrjun umr. um þetta mál var bent á það með skýrum rökum af hv. 3. landsk., að nokkur ákvæði væru í þessu frv., sem brytu í bága við stjskr., og í samræmi við það vil ég lesa upp 27. gr. þingskapa, með leyfi hæstv. forseta:

„Lagafrv., er felur í sér tillögu um breytingu á stjórnarskránni eða viðauka við hana, skal í fyrirsögninni nefnt frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Hafi það eigi þá fyrirsögn, vísar forseti því frá“.

Vegna þess að enginn benti á þetta atriði undir umr. í gær, vil ég minnast á það hér, því ég tel nauðsynlegt, að hv. þdm. geri sér þetta atriði ljóst. Ég vil því skjóta því til hæstv. forseta, hvort hann áliti ekki rétt að binda endi á mál þetta hér í deildinni samkv. 27. gr. þingskapa.