24.02.1930
Efri deild: 33. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1180 í B-deild Alþingistíðinda. (924)

18. mál, sala lands undan prestssetrinu Borg á Mýrum

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Ég get látið mér nægja fyrir hönd allshn. að vísa til nál. á þskj. 161. Í aths. eru upplýsingar um það, að núv. presti hafi verið veitt prestakallið með því skilyrði, að þetta land yrði selt undan prestssetrinu, samkv. beiðni Borgarnesbúa, sem þurfa nauðsynlega að fá landið til afnota.

Allshn. skilur nauðsyn þorpsbúa í Borgarnesi til þess að eiga það land, sem kauptúnið stendur á, og leggur því einróma til, að frv. verði samþ.