24.03.1931
Efri deild: 32. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 610 í C-deild Alþingistíðinda. (1062)

23. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Halldór Steinsson:

Hæstv. dómsmrh. heldur því fram, að þessi lög séu nauðsynleg vegna þess, að málið þurfi svo langan undirbúning. Ég kannast við, að þess kann að þurfa, en það mætti gera án þess, að lög væru sett um það. Ef sá undirbúningur þyrfti fjárstyrks, þá er mér ekki kunnugt, að neitt sé ætlað í fjárl. til þess. Mér hefði þótt meira vit í því, ef vissa fjárhæð ætti að leggja í sjóð, svo að eitthvað væri til þess að byrja með, þegar til kemur. En þar sem þetta frv. gerir ekki ráð fyrir neinu fé, hvorki til undirbúnings né til að byrja á háskólabyggingunni, Þá þykir mér mjög þýðingarlítið eða þýðingarlaust að samþykkja málið á þessu stigi.