16.03.1931
Neðri deild: 25. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í B-deild Alþingistíðinda. (132)

77. mál, fiskimat

Ólafur Thors:

Ég vildi aðeins taka það fram, af því að ég heyrði ekki byrjun ræðu hv. 1. þm. S.-M., að sú niðurstaða varð í þessu máli, að samkomulag varð milli mín og sjútvn. um að fella ekki niður brtt., en leggja til, að hún verði samþ. til bráðabirgða.

n., sem starfar að því utan þings að undirbúa frv. til l. um fiskimat, kemst einmitt að sömu niðurstöðu og ég hefði viljað gera brtt. um í málinu. Það er að vísu óráðið mal, hvort frv. þessarar n. nær samþ. Alþingis, en hæstv. forsrh. hefir lyst því yfir við mig, að hann muni samþ. till, þær, er Fiskifélag Íslands og Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda leggi til, að verði samþ. Og þar sem forsetar beggja nefndra félaga eiga sæti í nefndinni, þá sé ég ekki ástæðu til frekari aðgerða að sinni en að samþ. brtt. sjútvn.