13.03.1931
Neðri deild: 23. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í B-deild Alþingistíðinda. (148)

79. mál, lögtak og fjárnám

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil þakka hv. n. fyrir það, hvernig hún hefir tekið í málið. mér finnst það þó varhugavert, að ekki skuli vera ætlazt til, að sé meira en viku birtingarfrestur í sveitum. Í kaupstöðum mun oftast vera birt með viku fyrirvara, og mætti þá varla vera minna en hálfsmanaðar birtingarfrestur í sveitunum, til þess að allir geti glöggvað sig á því. Fundarboð eru venjulega birt með viku fyrirvara í sveitum, en oft vill verða misbrestur á, að allir geti séð þau á þeim tíma. Væri því ástæða til að hafa frestinn t. d. viku lengri þar. Þetta vildi ég biðja hv. n. að athuga til 3. umr.