14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í C-deild Alþingistíðinda. (261)

111. mál, opinber vinna

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég ætla mér ekki að fara að segja hv. 2. þm. G.-K. neitt frá samþykktum Alþýðuflokksins; þær koma honum ekkert við. Ályktun sú, sem gerð var á sambandsþinginu, var, að þær ástæður, sem voru fyrir hlutleysi, séu ekki lengur fyrir hendi. Það er Alþýðuflokkurinn sjálfur, sem ákveður, hvenær hann snýst til andstöðu, en hann lætur ekki hv. 2. þm. G.-K. segja sér neitt fyrir um það.